Jólin voru allt öðruvísi en ég er vön.
Á aðfangadag var bara slakað á heima og allir voru að þrífa og svoleiðis því við áttum von á fjölskyldunni á jóladag. Um kvöldið fórum við til Auntie Lesley í mat. Þar voru allir í fjölskyldunni og svo nokkrir úr fjölskyldu Uncle Steve. Ég, mom og Leah fórum svo í miðnæturmessu með Uncle Steve og Auntie Lesley því að dóttir þeirra var að spila á bjöllur í messunni. Þetta var ekkert smá flott og messan líka allt öðruvísi en það sem ég hef séð. Kirkjan var líka ótrúlega flott, risa stór, hringlótt og var með svona sér grát herbergi fyrir fólk sem voru með krakka.
Á jóladag vöknuðum við á milli 9:30 og 10, þegar allir voru vaknaðir þá var opnað pakkana. Fyrst frá jólasveininum og svo fengum við pakkana frá mom og dad. Um 11 leytið komu grandma og poppa með pakka til okkar. Það var ekkert smáræðis pakkaflóð þessa tvo tíma sem það tók að opna þá alla. Um 2 leytið kom svo restin af fjölskyldunni og við borðuðum mat og svo var bara slakað á. Seinna um daginn opnuðum við restina af pökkunum frá öllum öðrum. Svo var borðað aftur og síðan var bara spilað og skemmt sér. Jólamaturinn var mjög svipaður og það sem við borðuðum á thanksgiving, það var kalkúnn og skinka, grænmeti og alskonar meðlæti. Ekkert jafnast þó á við hamborgarahrygg og svo hangikjöt.
Á annan í jólum komu svo allir aftur til okkar um 5 leytið í afganga. Svo var bara gert svipað á jóladag, slakað að á og spiluðum spil.
Jólin hjá mér voru því miður rauð en það kom reyndar örlítið af snjó á jóladag en hann var farinn 5 mínútum seinna.
Ég mun svo skrifa á næsta ári ;)
Vonandi áttu þið góð jól og skemmtið ykkur vel við að sprengja á gamlárs :)
gamangaman, hlakka til að heyra í þér sæta mín:*
ReplyDelete- andrea bjarna
örugglega skemmtileg upplifun þetta :) knús
ReplyDelete