Saturday, October 8, 2011

Hrekkjarvakan komin :)

Jæja frekar langt síðan ég skrifaði, það er búið að vera frekar mikið að gera í skólanum og blakinu. Við erum búin að vinna 7 leiki af 9, svo eigum við eftir að spila 5 leiki, eins og er þá erum við í öðru sæti.

22. september þá varð Tómas Emil minn 4 ára, það var haldið partý fyrir hann 17. september og auðvitað mætti ég í veisluna via skype :) Eftir þá veislu fór ég í afmælisveislu hér hjá Uncle Steve.

23. september fór ég til Kathy Good og hitti alla skiptinemana sem eru í Rhode Island. Við gistum öll saman hjá Kathy Good og vorum á svona stóru komunámskeiði. Daginn eftir fórum við öll saman til Providence og fórum á "Waterfire" sem er svo flott! Þeir kveikja um hundrað bál í á sem er í Providence og svo eru gondólar siglandi um. Ég gjörsamlega dýrkaði þetta.

28. september fór ég á fótboltaleik á milli nemenda og kennara, leikurinn var til safna pening handa fjölskyldu stelpnanna sem dóu í byrjun september. Leikurinn endaði 5-2 fyrir nemendum, eftir leikinn fór ég og gisti heima hjá Tiff í tjaldi með Maggie, Stef og Ariana, því það var ekki skóli daginn eftir útaf það var hátíðisdagur fyrir gyðinga. Daginn eftir komu nokkrar fleiri stelpur úr blakliðinu og við lituðum boli. Kom ótrúlega vel út.

Með 1. október fylgdi hrekkjavakan. Svo um kvöldið fór ég með Shannon, Ariana, Amanda og Jake í draugahús. Þemað þar var martraðir, þetta var eitt það ógeðslegasta sem ég hef gert. Er ekki mikið fyrir hryllings dæmi og trúða, þarna var nóg af því báðu! Daginn eftir var svo "carwash" hjá blakliðinu. Það var ótrúlega skemmtilegt. Vorum þarna yfir 20 stelpur með tónlistina í botni að þrífa bíla til styrktar liðsins.

7. október var "movie night". Það var sýnt Happy Feet og Hocus Pocus á stóru tjaldi á fótboltavellinum og við sátum á teppum í grasinu og drukkum heitt kakó undir stjörnunum, ótrúlega kósý. Nokkrir skiptinemar komu og það var mjög gaman að hitta þá aftur. Eftir þetta fór ég heim með Maggie og gisti hjá henni. Í dag fór ég svo með Maggie og Stef á amerískan fótboltaleik hjá Pilgrim liðinu, við unnum 30-20. Í kvöld er ég svo að fara á "scary acres" með krökkunum. Mun eflaust þykja það jafn skemmtilegt og draugahúsið ;)
Á morgun er svo vinkona mín frá Danmörku, Astrid að fara að koma og gista, hún er ein af skiptinemunum hér í Rhode Island. Á mánudaginn er hátíðisdagur svo það er ekki skóli. "Homecoming" er síðan 22. október og "homecoming" leikurinn er 21. október, það verður líka "peprally" og fleira í gangi þá viku.
Ég mun svo líklegast skrifa aftur eftir "homecoming" :)

1 comment:

  1. Hæ pæ það er svo gaman að lesa póstin þín hérna ég er ekkert smá að lifa mig inni þetta hjá þér og finnst þetta ekkert smá spennandi hjá þér og gaman, þetta er örugglega mikil upplifun! njóttu í botn og endilega vera mikið dugleg að setja inn myndir :D knús á þig!!

    ReplyDelete