Tuesday, June 19, 2012

18 ára, prom, sumarfrí og heimferð

Þar sem það eru bara 19 dagar þangað til ég kem til baka til Íslands og ég er ekki búin að skrifa lengi ákvað ég að skrifa aðeins um hvað ég er búin að vera að gera.

Páskarnir voru öðruvísi en heima, engin páskaegg :( en svo sannarlega nóg af súkkulaði! Við fórum í mat til frænku minnar með allri fjölskyldunni á páskadag. Í vikunni eftir páska þá var vikufrí í skólanum. Voða lítið gerðist þá viku.

Fyrstu vikuna í maí var afmælið mitt :) það var á sunnudegi svo ég fór í hádegismat með vinkonum mínum, spjallaði svo við mömmu aðeins inná skype og um kvöldið kom svo fjölskyldan í köku og ís.
18. maí var svo prom. Það var ekkert smá gaman. Ég gerði allt þetta týpíska sem þau gera fyrir prom og svo fór ég með öllum vinum mínum í "trolley" Eftir ballið var svo APE, eða "after prom extravaganza" þau eru með það í skólanum frá miðnætti til 5 um morguninn. Það eru allskonar hlutir í gangi, hoppukastalar, töframaður, bíómyndir og fullt meira.

Í byrjun júní útskrifuðust flestir vinir mínir. Ég komst ekki í sumarfrí fyrr en 15 júní því ég þurfti að taka próf. Svo núna tekur við fullt af útskriftarveislum og bara gera það sem mér dettur í hug :)

Mamma og pabbi koma 30 júní að sækja mig. Ég ætla að sýna þeim aðeins um svæðið og leyfa þeim að hitta allt fólkið mitt hér :) Við komum síðan heim 8 júlí.
Þetta ár er búið að líða ekkert smá hratt. Það er bara búið að vera gaman og mig hlakkar til að sjá alla á Íslandi :)

Sunday, March 11, 2012

Áramót, hokkí og ýmislegt fleira

Jæja kannski komin tími til að skrifa eitt blogg. Ég ætla bara að skrifa frá nokkrum skemmtilegum tímum svo þetta verði ekki of langt :)

Áramótin voru allt öðruvísi en ég er vön, við vorum heima og nokkrir gamlir nágrannar komu. Það var bara haft það huggulegt og nartað í smá mat. Ég horfði á flugeldana í gegnum mila.is og sýndi fjölskyldunni minni og þeim fannst þetta ótrúlegt hversu mikið það var sprengt. Þegar klukkan var að nálgast 12 hérna hjá okkur þá söfnuðumst við fyrir framan sjónvarpið og horfðum á kúluna detta. Fljótlega eftir það fóru allir heim og ég var komin upp í rúm fyrir klukkan 1. Það er eitthvað sem ég er ekki búin að gera lengi.
Skólinn byrjaði svo aftur 3. janúar. Allan janúar og ég held hverja einustu helgi síðan eftir áramót er ég búin að fara á hokkíleik. Tímabilið endaði svo í gær þegar skólinn minn tapaði á móti Coventry. Við lentum held ég í þriðja sæti. Mér finnst hokkí algjör snilld og ég gjörsamlega elska það.
Það kom svo pínulítill snjór í janúar, hann endist eina helgi en svo var hann farinn. Þannig að við náðum bara rétt svo að leika okkur aðeins í honum. Við gerðum nokkra snjóengla og svo fórum við á sleða. Það hefði verið skemmtilegra ef það hefði verið meira af snjó og í lengri tíma en það virðist sem ég eigi bara ekki að fá að leika mér í snjó. 
Í febrúar var svo vetrarfrí og ég fór held ég 4 sinnum með vinkonum mínum og einu sinni með systrum mínum og mömmu að skoða kjóla fyrir prom. Ég fann einn sem er voðalega fallegur, algjör prinsessukjóll! :D
Í byrjun mars var skiptinema helgi í skólanum mínum og það komu um 24 krakkar í skólann minn. Meðal annars vinkona mín frá Íslandi sem býr í New Hampshire kom, það var mjög skrítið að geta talað íslensku við eitthvern í persónu og það var mjög fyndið að sjá andlitið á öllum þegar þau heyrðu okkur tala. Öllum fannst þetta voðalega skrítið og mjög hratt tungumál. Þessi helgi var ótrúlega skemmtileg og það var sérstaklega gaman að hitta vinkonu mína aftur.

Nýjustu fréttirnar sem ég hef er að ég mun vera hérna eitthvað lengur en ég á að vera. Mamma og pabbi ætla að koma að sækja mig og líklegast vera í viku eða svo, þannig ég mun geta sýnt þeim aðeins um. Það á örugglega eftir að vera gaman að sýna þeim skólannn minn og hvar ég er búin að búa í ár og svo er fullt af fólki sem eru búin að spurja mig hvort að þau geti hitt þau þannig að það verður eitthvað skrautlegt haha :)

Ég ætla að reyna að vera nú eitthvað duglegri við þetta svo það ætti ekki að líða svona langt á milli næst :)

Friday, December 30, 2011

Jólin

Jólin voru allt öðruvísi en ég er vön.
Á aðfangadag var bara slakað á heima og allir voru að þrífa og svoleiðis því við áttum von á fjölskyldunni á jóladag. Um kvöldið fórum við til Auntie Lesley í mat. Þar voru allir í fjölskyldunni og svo nokkrir úr fjölskyldu Uncle Steve. Ég, mom og Leah fórum svo í miðnæturmessu með Uncle Steve og Auntie Lesley því að dóttir þeirra var að spila á bjöllur í messunni. Þetta var ekkert smá flott og messan líka allt öðruvísi en það sem ég hef séð. Kirkjan var líka ótrúlega flott, risa stór, hringlótt og var með svona sér grát herbergi fyrir fólk sem voru með krakka.
Á jóladag vöknuðum við á milli 9:30 og 10, þegar allir voru vaknaðir þá var opnað pakkana. Fyrst frá jólasveininum og svo fengum við pakkana frá mom og dad. Um 11 leytið komu grandma og poppa með pakka til okkar. Það var ekkert smáræðis pakkaflóð þessa tvo tíma sem það tók að opna þá alla. Um 2 leytið kom svo restin af fjölskyldunni og við borðuðum mat og svo var bara slakað á. Seinna um daginn opnuðum við restina af pökkunum frá öllum öðrum. Svo var borðað aftur og síðan var bara spilað og skemmt sér. Jólamaturinn var mjög svipaður og það sem við borðuðum á thanksgiving, það var kalkúnn og skinka, grænmeti og alskonar meðlæti. Ekkert jafnast þó á við hamborgarahrygg og svo hangikjöt.
Á annan í jólum komu svo allir aftur til okkar um 5 leytið í afganga. Svo var bara gert svipað á jóladag, slakað að á og spiluðum spil.
Jólin hjá mér voru því miður rauð en það kom reyndar örlítið af snjó á jóladag en hann var farinn 5 mínútum seinna.
Ég mun svo skrifa á næsta ári ;)

Vonandi áttu þið góð jól og skemmtið ykkur vel við að sprengja á gamlárs :)

Friday, December 23, 2011

Dover-Sherborn, Thanksgiving & New York

Jæja aðeins of langt síðan það var blogg, leikurinn á móti EWG endaði ekki vel. Við töpuðum 3-0 og með því tapi endaði blak tímabilið.
Fimmtudaginn 17. nóvember fór ég til Dover í Massachusetts með flestum skiptinemunum sem eru í Rhode Island og svo nokkrum öðrum sem eru í Massachusetts. Ég var þar í 4 daga og fékk nýja fjölskyldu yfir helgina. Við fórum í Dover-Sherborn High School á föstudeginum og eltum nýju host-systkini okkar í tímanna þeirra. Ég eignaðist 2 ný "systkini". Michelle sem er 16 ára og Samuele sem er frá Ítalíu og er skiptinemi í Massachusetts. Lars, sem er frá Þýskalandi og er líka hérna í Rhode Island, gisti hjá sömu fjölskyldu og ég. Við gerðum ótrúlega mikið skemmtilegt þessa helgi. Meðal annars fórum við til Boston og svo voru nokkur partý sem við skelltum okkur í. Síðan á sunnudeginum tókum við lestina aftur heim til Rhode Island.
Helgina eftir var Thanksgiving, við fengum frí í skólanum 24. og 25. nóvember. 24. nóvember fórum ég, mom og Leah til grandma og poppa, Shannon og dad fóru til grandma Roberta. Við eyddum öllum deginum þarna og það eina sem við gerðum var að borða. Þetta fannst mér æðislegt enda elska ég að borða :D Það var ekkert smáræðis af mat svo daginn eftir fórum við aftur til grandma og poppa og við borðuðum afganginn. Restin af helginni var síðan frekar róleg.
10. desember fór ég til New York með ferðaklúbbi sem ég er í í skólanum. Við lögðum af stað klukkan 6 um morguninn og vorum komin þangað um 10. Við fórum á Times Square, Union Square, Rockefeller Center og Central Park. Þetta var æðislegur dagur og við munum svo kannski fara aftur um vorið.
Ég er búin að fá nokkra æðislega pakka frá Íslandi, þeir hafa allir haft yndislega hluti í þeim og ég þakka kærlega fyrir þá :)
Í dag komst ég svo loksins í jólafrí. Ég skil ekki alveg af hverju við vorum svona lengi en það skiptir svo sem ekki máli. Á morgun er svo aðfangadagur en á meðan þið öll fáið að opna pakka þá fæ ég bara að horfa á þá. Ég ætla svo að reyna að skrifa lítið blogg fyrir áramót eða fljótlega eftir áramót.

Systkini mín yfir helgina -ég, Michelle, Samuele & Lars


Í Boston

Allir krakkarnir sem fóru/voru í Dover-Sherborn

Ferðaklúbburinn

M&M búðin :D

Ég & Javier

Ég & Stef á Times Square

Jólakortamyndin :D
Gleðileg Jól :*

Saturday, November 5, 2011

Spirit week, homecoming, halloween og playoffs.


"Spirit week" var í skólanum 17. okt til 21. okt. Hún er alltaf í vikunni þegar "homecoming" er.
Á mánudeginum var "sports day" þá klæddu lang flestir sig í eitthvað íþróttatengt, ég var að sjálfsögðu í Stjörnu fötunum mínum ;). Um kvöldið var "senior night" í blakinu og við kepptum á móti Johnston, unnum þær 3-0. Eftir leikinn var heiðrað allar sem eru "senior". Svo var tekin mynd af bæði "JV" og "varsity" liðinu.
Þriðjudagurinn var "decades day".
Á miðvikudeginum þá átti hver bekkur að klæða sig í ákveðin lit. Síðan var "pre-peprally" Allir voru boðaðir niður í íþróttasalinn og þetta var ekkert smáræðis fjöldi! Raðað var eftir bekkjum og þetta var ótrúlegt. Þúsund manns sem skiptist í fjóra liti, gulan, rauðan, grænan og bláan. Síðan voru klappstýrurnar þarna og lukkudýr skólans. Svo kom eitthver kona sem er víst yfirmaður allra skóla held ég, því að það var kennari í skólanum valinn fyrir eitthver mjög stór verðlaun. Eftir skóla átti blakliðið leik á móti Vets, við unnum þær.
Á fimmtudeginum var "hollywood/hero day", ég ákvað að sýna hvernig fræga fólkið á Íslandi klæddi sig :) Voða fáum fannst það eitthvað sérlega merkilegt ;)
Föstudagurinn var svo "Pilgrim Pride Friday" þá klæddu nánast allir skólanum sig í liti skólans sem eru svartur, hvítur og gull. Í síðasta tímanum var síðan alvöru "pep rally", allir sem voru í íþróttum um haustið fóru í íþróttasalinn á undan restinni af skólanum og biðu eftir því að allir komu, síðan var hvert lið kallað fram og gerðu eitthvað smá í miðjunni á salnum, það var mikið af fangaðarlætum og mikil stemming. Þetta var ótrúlega gaman. Um kvöldið var svo "homecoming" leikurinn, ég skellti mér á hann og það var mjög gaman en því miður þá tapaði Pilgrim.
Laugardaginn 22. okt var svo "homecoming" ballið. Það var í skólanum og var frá 7-10. Eitthvað annað en það sem ég er vön ;) þar sem ég er vön að mæta á böll klukkan 10, allir mættu á slaginu 7 eða  fyrir 7 og þetta var mikið öðruvísi en heima. Eftir ballið fórum við á Ihop og fengum okkur pönnukökur. Ég gisti síðan hjá Ariana með Tiffany og Stefani.
Sunnudagurinn fór í það að vera bara í rólegheitum heima en svo um kvöldið fór ég með Shannon og Leah í hrekkjarvökupartý á vegum AFS. Það var mjög gaman að hitta alla krakkan sem búa í Rhode Island og klæða sig upp :)

31. október var svo halloween. Í skólanum mínum þá mega "seniors" klæða sig upp og síðan fara þeir allir niðrí sal og það er búningakeppni. Ég var garðálfur með 9 öðrum vinum mínum og við unnum fyrir besta hópbúninginn. Það voru allskonar búningar og sumir voru ótrúlegir. Um kvöldið fór ég með Tiffany, Stefani og Robert að sníkja nammi. Það var ótrúlega gaman að labba um hverfin og dingla hjá fólki og fá nammi. Algjör upplifun! Ég fékk ágætan slatta af nammi og nei ég er ekki búin með það allt ;) haha

3. nóvember kepptum við "playoff" leik á móti Barrington. Margir héltu að þetta yrði síðasti leikurinn okkar en við sönnuðum annað og unnnum þær 3-1. Þessi leikur var ein taugaspenna því í hverri hrinu vorum við jöfn við hitt liðið. Fyrsta hrinan fór 23-25, önnur fór 25-22, þriðja fór 27-25 og síðasta fór 25-23. Þetta var stórkostlegur leikur og stundum náðum við að bjarga ótrúlegustu klúðrum á ótrúlegan hátt og fá stigið.
Næsti leikurinn okkar er svo á mánudaginn á móti EWG, ef við vinnum þann leik þá erum við komin í "semi-finals".
Pilgrim Pride Friday
Stefani, Tiffany, Ariana, Lauren & ég

Sara, ég, Stefani & Dan
Tiffany & ég
Stefani, Jake, Tiffany, Ariana, Matt, Lauren & ég
The Gnomies

AFS krakkarnir

Fyrir hrekkjarvökupartýið

Homecoming leikurinn

Saturday, October 29, 2011

Nokkrar myndir :)

Fjölskyldan :) 12. ágúst
 Hérna eru nokkar myndir af því helsta sem ég er búin að vera að gera. Myndirnar eru ekki í réttri röð en það er dagsetning hjá þeim flestum :) Ég mun síðan vera duglegri að setja inn myndir :) Það kemur svo blogg um "spirit week" og "homecoming" bráðlega.
Systurnar 18. sept

eplatínsla 18. sept

"waterfire" 24. sept

flugið út :) 11. ágúst

komunámskeiðið :) 12. ágúst

rúmið mitt :)

*

elska þennan fataskáp :D

"holy cow" best í heimi! :D

state fair í Conneticut 4. sept

amerískur fótboltaleikur Hendricken vs. LaSalle, 16. sept

Maggie, Tiffany, ég, Sara & Gabbie á amerískum fótboltaleik hjá Pilgrim, 9. sept

Pilgrim liðið :)

nemendur vs kennarar, fótboltaleikur, 28. sept

ég & Stefani 28. sept

Saturday, October 8, 2011

Hrekkjarvakan komin :)

Jæja frekar langt síðan ég skrifaði, það er búið að vera frekar mikið að gera í skólanum og blakinu. Við erum búin að vinna 7 leiki af 9, svo eigum við eftir að spila 5 leiki, eins og er þá erum við í öðru sæti.

22. september þá varð Tómas Emil minn 4 ára, það var haldið partý fyrir hann 17. september og auðvitað mætti ég í veisluna via skype :) Eftir þá veislu fór ég í afmælisveislu hér hjá Uncle Steve.

23. september fór ég til Kathy Good og hitti alla skiptinemana sem eru í Rhode Island. Við gistum öll saman hjá Kathy Good og vorum á svona stóru komunámskeiði. Daginn eftir fórum við öll saman til Providence og fórum á "Waterfire" sem er svo flott! Þeir kveikja um hundrað bál í á sem er í Providence og svo eru gondólar siglandi um. Ég gjörsamlega dýrkaði þetta.

28. september fór ég á fótboltaleik á milli nemenda og kennara, leikurinn var til safna pening handa fjölskyldu stelpnanna sem dóu í byrjun september. Leikurinn endaði 5-2 fyrir nemendum, eftir leikinn fór ég og gisti heima hjá Tiff í tjaldi með Maggie, Stef og Ariana, því það var ekki skóli daginn eftir útaf það var hátíðisdagur fyrir gyðinga. Daginn eftir komu nokkrar fleiri stelpur úr blakliðinu og við lituðum boli. Kom ótrúlega vel út.

Með 1. október fylgdi hrekkjavakan. Svo um kvöldið fór ég með Shannon, Ariana, Amanda og Jake í draugahús. Þemað þar var martraðir, þetta var eitt það ógeðslegasta sem ég hef gert. Er ekki mikið fyrir hryllings dæmi og trúða, þarna var nóg af því báðu! Daginn eftir var svo "carwash" hjá blakliðinu. Það var ótrúlega skemmtilegt. Vorum þarna yfir 20 stelpur með tónlistina í botni að þrífa bíla til styrktar liðsins.

7. október var "movie night". Það var sýnt Happy Feet og Hocus Pocus á stóru tjaldi á fótboltavellinum og við sátum á teppum í grasinu og drukkum heitt kakó undir stjörnunum, ótrúlega kósý. Nokkrir skiptinemar komu og það var mjög gaman að hitta þá aftur. Eftir þetta fór ég heim með Maggie og gisti hjá henni. Í dag fór ég svo með Maggie og Stef á amerískan fótboltaleik hjá Pilgrim liðinu, við unnum 30-20. Í kvöld er ég svo að fara á "scary acres" með krökkunum. Mun eflaust þykja það jafn skemmtilegt og draugahúsið ;)
Á morgun er svo vinkona mín frá Danmörku, Astrid að fara að koma og gista, hún er ein af skiptinemunum hér í Rhode Island. Á mánudaginn er hátíðisdagur svo það er ekki skóli. "Homecoming" er síðan 22. október og "homecoming" leikurinn er 21. október, það verður líka "peprally" og fleira í gangi þá viku.
Ég mun svo líklegast skrifa aftur eftir "homecoming" :)