Tuesday, June 19, 2012

18 ára, prom, sumarfrí og heimferð

Þar sem það eru bara 19 dagar þangað til ég kem til baka til Íslands og ég er ekki búin að skrifa lengi ákvað ég að skrifa aðeins um hvað ég er búin að vera að gera.

Páskarnir voru öðruvísi en heima, engin páskaegg :( en svo sannarlega nóg af súkkulaði! Við fórum í mat til frænku minnar með allri fjölskyldunni á páskadag. Í vikunni eftir páska þá var vikufrí í skólanum. Voða lítið gerðist þá viku.

Fyrstu vikuna í maí var afmælið mitt :) það var á sunnudegi svo ég fór í hádegismat með vinkonum mínum, spjallaði svo við mömmu aðeins inná skype og um kvöldið kom svo fjölskyldan í köku og ís.
18. maí var svo prom. Það var ekkert smá gaman. Ég gerði allt þetta týpíska sem þau gera fyrir prom og svo fór ég með öllum vinum mínum í "trolley" Eftir ballið var svo APE, eða "after prom extravaganza" þau eru með það í skólanum frá miðnætti til 5 um morguninn. Það eru allskonar hlutir í gangi, hoppukastalar, töframaður, bíómyndir og fullt meira.

Í byrjun júní útskrifuðust flestir vinir mínir. Ég komst ekki í sumarfrí fyrr en 15 júní því ég þurfti að taka próf. Svo núna tekur við fullt af útskriftarveislum og bara gera það sem mér dettur í hug :)

Mamma og pabbi koma 30 júní að sækja mig. Ég ætla að sýna þeim aðeins um svæðið og leyfa þeim að hitta allt fólkið mitt hér :) Við komum síðan heim 8 júlí.
Þetta ár er búið að líða ekkert smá hratt. Það er bara búið að vera gaman og mig hlakkar til að sjá alla á Íslandi :)