Tuesday, June 19, 2012

18 ára, prom, sumarfrí og heimferð

Þar sem það eru bara 19 dagar þangað til ég kem til baka til Íslands og ég er ekki búin að skrifa lengi ákvað ég að skrifa aðeins um hvað ég er búin að vera að gera.

Páskarnir voru öðruvísi en heima, engin páskaegg :( en svo sannarlega nóg af súkkulaði! Við fórum í mat til frænku minnar með allri fjölskyldunni á páskadag. Í vikunni eftir páska þá var vikufrí í skólanum. Voða lítið gerðist þá viku.

Fyrstu vikuna í maí var afmælið mitt :) það var á sunnudegi svo ég fór í hádegismat með vinkonum mínum, spjallaði svo við mömmu aðeins inná skype og um kvöldið kom svo fjölskyldan í köku og ís.
18. maí var svo prom. Það var ekkert smá gaman. Ég gerði allt þetta týpíska sem þau gera fyrir prom og svo fór ég með öllum vinum mínum í "trolley" Eftir ballið var svo APE, eða "after prom extravaganza" þau eru með það í skólanum frá miðnætti til 5 um morguninn. Það eru allskonar hlutir í gangi, hoppukastalar, töframaður, bíómyndir og fullt meira.

Í byrjun júní útskrifuðust flestir vinir mínir. Ég komst ekki í sumarfrí fyrr en 15 júní því ég þurfti að taka próf. Svo núna tekur við fullt af útskriftarveislum og bara gera það sem mér dettur í hug :)

Mamma og pabbi koma 30 júní að sækja mig. Ég ætla að sýna þeim aðeins um svæðið og leyfa þeim að hitta allt fólkið mitt hér :) Við komum síðan heim 8 júlí.
Þetta ár er búið að líða ekkert smá hratt. Það er bara búið að vera gaman og mig hlakkar til að sjá alla á Íslandi :)

Sunday, March 11, 2012

Áramót, hokkí og ýmislegt fleira

Jæja kannski komin tími til að skrifa eitt blogg. Ég ætla bara að skrifa frá nokkrum skemmtilegum tímum svo þetta verði ekki of langt :)

Áramótin voru allt öðruvísi en ég er vön, við vorum heima og nokkrir gamlir nágrannar komu. Það var bara haft það huggulegt og nartað í smá mat. Ég horfði á flugeldana í gegnum mila.is og sýndi fjölskyldunni minni og þeim fannst þetta ótrúlegt hversu mikið það var sprengt. Þegar klukkan var að nálgast 12 hérna hjá okkur þá söfnuðumst við fyrir framan sjónvarpið og horfðum á kúluna detta. Fljótlega eftir það fóru allir heim og ég var komin upp í rúm fyrir klukkan 1. Það er eitthvað sem ég er ekki búin að gera lengi.
Skólinn byrjaði svo aftur 3. janúar. Allan janúar og ég held hverja einustu helgi síðan eftir áramót er ég búin að fara á hokkíleik. Tímabilið endaði svo í gær þegar skólinn minn tapaði á móti Coventry. Við lentum held ég í þriðja sæti. Mér finnst hokkí algjör snilld og ég gjörsamlega elska það.
Það kom svo pínulítill snjór í janúar, hann endist eina helgi en svo var hann farinn. Þannig að við náðum bara rétt svo að leika okkur aðeins í honum. Við gerðum nokkra snjóengla og svo fórum við á sleða. Það hefði verið skemmtilegra ef það hefði verið meira af snjó og í lengri tíma en það virðist sem ég eigi bara ekki að fá að leika mér í snjó. 
Í febrúar var svo vetrarfrí og ég fór held ég 4 sinnum með vinkonum mínum og einu sinni með systrum mínum og mömmu að skoða kjóla fyrir prom. Ég fann einn sem er voðalega fallegur, algjör prinsessukjóll! :D
Í byrjun mars var skiptinema helgi í skólanum mínum og það komu um 24 krakkar í skólann minn. Meðal annars vinkona mín frá Íslandi sem býr í New Hampshire kom, það var mjög skrítið að geta talað íslensku við eitthvern í persónu og það var mjög fyndið að sjá andlitið á öllum þegar þau heyrðu okkur tala. Öllum fannst þetta voðalega skrítið og mjög hratt tungumál. Þessi helgi var ótrúlega skemmtileg og það var sérstaklega gaman að hitta vinkonu mína aftur.

Nýjustu fréttirnar sem ég hef er að ég mun vera hérna eitthvað lengur en ég á að vera. Mamma og pabbi ætla að koma að sækja mig og líklegast vera í viku eða svo, þannig ég mun geta sýnt þeim aðeins um. Það á örugglega eftir að vera gaman að sýna þeim skólannn minn og hvar ég er búin að búa í ár og svo er fullt af fólki sem eru búin að spurja mig hvort að þau geti hitt þau þannig að það verður eitthvað skrautlegt haha :)

Ég ætla að reyna að vera nú eitthvað duglegri við þetta svo það ætti ekki að líða svona langt á milli næst :)