Friday, December 30, 2011

Jólin

Jólin voru allt öðruvísi en ég er vön.
Á aðfangadag var bara slakað á heima og allir voru að þrífa og svoleiðis því við áttum von á fjölskyldunni á jóladag. Um kvöldið fórum við til Auntie Lesley í mat. Þar voru allir í fjölskyldunni og svo nokkrir úr fjölskyldu Uncle Steve. Ég, mom og Leah fórum svo í miðnæturmessu með Uncle Steve og Auntie Lesley því að dóttir þeirra var að spila á bjöllur í messunni. Þetta var ekkert smá flott og messan líka allt öðruvísi en það sem ég hef séð. Kirkjan var líka ótrúlega flott, risa stór, hringlótt og var með svona sér grát herbergi fyrir fólk sem voru með krakka.
Á jóladag vöknuðum við á milli 9:30 og 10, þegar allir voru vaknaðir þá var opnað pakkana. Fyrst frá jólasveininum og svo fengum við pakkana frá mom og dad. Um 11 leytið komu grandma og poppa með pakka til okkar. Það var ekkert smáræðis pakkaflóð þessa tvo tíma sem það tók að opna þá alla. Um 2 leytið kom svo restin af fjölskyldunni og við borðuðum mat og svo var bara slakað á. Seinna um daginn opnuðum við restina af pökkunum frá öllum öðrum. Svo var borðað aftur og síðan var bara spilað og skemmt sér. Jólamaturinn var mjög svipaður og það sem við borðuðum á thanksgiving, það var kalkúnn og skinka, grænmeti og alskonar meðlæti. Ekkert jafnast þó á við hamborgarahrygg og svo hangikjöt.
Á annan í jólum komu svo allir aftur til okkar um 5 leytið í afganga. Svo var bara gert svipað á jóladag, slakað að á og spiluðum spil.
Jólin hjá mér voru því miður rauð en það kom reyndar örlítið af snjó á jóladag en hann var farinn 5 mínútum seinna.
Ég mun svo skrifa á næsta ári ;)

Vonandi áttu þið góð jól og skemmtið ykkur vel við að sprengja á gamlárs :)

Friday, December 23, 2011

Dover-Sherborn, Thanksgiving & New York

Jæja aðeins of langt síðan það var blogg, leikurinn á móti EWG endaði ekki vel. Við töpuðum 3-0 og með því tapi endaði blak tímabilið.
Fimmtudaginn 17. nóvember fór ég til Dover í Massachusetts með flestum skiptinemunum sem eru í Rhode Island og svo nokkrum öðrum sem eru í Massachusetts. Ég var þar í 4 daga og fékk nýja fjölskyldu yfir helgina. Við fórum í Dover-Sherborn High School á föstudeginum og eltum nýju host-systkini okkar í tímanna þeirra. Ég eignaðist 2 ný "systkini". Michelle sem er 16 ára og Samuele sem er frá Ítalíu og er skiptinemi í Massachusetts. Lars, sem er frá Þýskalandi og er líka hérna í Rhode Island, gisti hjá sömu fjölskyldu og ég. Við gerðum ótrúlega mikið skemmtilegt þessa helgi. Meðal annars fórum við til Boston og svo voru nokkur partý sem við skelltum okkur í. Síðan á sunnudeginum tókum við lestina aftur heim til Rhode Island.
Helgina eftir var Thanksgiving, við fengum frí í skólanum 24. og 25. nóvember. 24. nóvember fórum ég, mom og Leah til grandma og poppa, Shannon og dad fóru til grandma Roberta. Við eyddum öllum deginum þarna og það eina sem við gerðum var að borða. Þetta fannst mér æðislegt enda elska ég að borða :D Það var ekkert smáræðis af mat svo daginn eftir fórum við aftur til grandma og poppa og við borðuðum afganginn. Restin af helginni var síðan frekar róleg.
10. desember fór ég til New York með ferðaklúbbi sem ég er í í skólanum. Við lögðum af stað klukkan 6 um morguninn og vorum komin þangað um 10. Við fórum á Times Square, Union Square, Rockefeller Center og Central Park. Þetta var æðislegur dagur og við munum svo kannski fara aftur um vorið.
Ég er búin að fá nokkra æðislega pakka frá Íslandi, þeir hafa allir haft yndislega hluti í þeim og ég þakka kærlega fyrir þá :)
Í dag komst ég svo loksins í jólafrí. Ég skil ekki alveg af hverju við vorum svona lengi en það skiptir svo sem ekki máli. Á morgun er svo aðfangadagur en á meðan þið öll fáið að opna pakka þá fæ ég bara að horfa á þá. Ég ætla svo að reyna að skrifa lítið blogg fyrir áramót eða fljótlega eftir áramót.

Systkini mín yfir helgina -ég, Michelle, Samuele & Lars


Í Boston

Allir krakkarnir sem fóru/voru í Dover-Sherborn

Ferðaklúbburinn

M&M búðin :D

Ég & Javier

Ég & Stef á Times Square

Jólakortamyndin :D
Gleðileg Jól :*