Saturday, November 5, 2011

Spirit week, homecoming, halloween og playoffs.


"Spirit week" var í skólanum 17. okt til 21. okt. Hún er alltaf í vikunni þegar "homecoming" er.
Á mánudeginum var "sports day" þá klæddu lang flestir sig í eitthvað íþróttatengt, ég var að sjálfsögðu í Stjörnu fötunum mínum ;). Um kvöldið var "senior night" í blakinu og við kepptum á móti Johnston, unnum þær 3-0. Eftir leikinn var heiðrað allar sem eru "senior". Svo var tekin mynd af bæði "JV" og "varsity" liðinu.
Þriðjudagurinn var "decades day".
Á miðvikudeginum þá átti hver bekkur að klæða sig í ákveðin lit. Síðan var "pre-peprally" Allir voru boðaðir niður í íþróttasalinn og þetta var ekkert smáræðis fjöldi! Raðað var eftir bekkjum og þetta var ótrúlegt. Þúsund manns sem skiptist í fjóra liti, gulan, rauðan, grænan og bláan. Síðan voru klappstýrurnar þarna og lukkudýr skólans. Svo kom eitthver kona sem er víst yfirmaður allra skóla held ég, því að það var kennari í skólanum valinn fyrir eitthver mjög stór verðlaun. Eftir skóla átti blakliðið leik á móti Vets, við unnum þær.
Á fimmtudeginum var "hollywood/hero day", ég ákvað að sýna hvernig fræga fólkið á Íslandi klæddi sig :) Voða fáum fannst það eitthvað sérlega merkilegt ;)
Föstudagurinn var svo "Pilgrim Pride Friday" þá klæddu nánast allir skólanum sig í liti skólans sem eru svartur, hvítur og gull. Í síðasta tímanum var síðan alvöru "pep rally", allir sem voru í íþróttum um haustið fóru í íþróttasalinn á undan restinni af skólanum og biðu eftir því að allir komu, síðan var hvert lið kallað fram og gerðu eitthvað smá í miðjunni á salnum, það var mikið af fangaðarlætum og mikil stemming. Þetta var ótrúlega gaman. Um kvöldið var svo "homecoming" leikurinn, ég skellti mér á hann og það var mjög gaman en því miður þá tapaði Pilgrim.
Laugardaginn 22. okt var svo "homecoming" ballið. Það var í skólanum og var frá 7-10. Eitthvað annað en það sem ég er vön ;) þar sem ég er vön að mæta á böll klukkan 10, allir mættu á slaginu 7 eða  fyrir 7 og þetta var mikið öðruvísi en heima. Eftir ballið fórum við á Ihop og fengum okkur pönnukökur. Ég gisti síðan hjá Ariana með Tiffany og Stefani.
Sunnudagurinn fór í það að vera bara í rólegheitum heima en svo um kvöldið fór ég með Shannon og Leah í hrekkjarvökupartý á vegum AFS. Það var mjög gaman að hitta alla krakkan sem búa í Rhode Island og klæða sig upp :)

31. október var svo halloween. Í skólanum mínum þá mega "seniors" klæða sig upp og síðan fara þeir allir niðrí sal og það er búningakeppni. Ég var garðálfur með 9 öðrum vinum mínum og við unnum fyrir besta hópbúninginn. Það voru allskonar búningar og sumir voru ótrúlegir. Um kvöldið fór ég með Tiffany, Stefani og Robert að sníkja nammi. Það var ótrúlega gaman að labba um hverfin og dingla hjá fólki og fá nammi. Algjör upplifun! Ég fékk ágætan slatta af nammi og nei ég er ekki búin með það allt ;) haha

3. nóvember kepptum við "playoff" leik á móti Barrington. Margir héltu að þetta yrði síðasti leikurinn okkar en við sönnuðum annað og unnnum þær 3-1. Þessi leikur var ein taugaspenna því í hverri hrinu vorum við jöfn við hitt liðið. Fyrsta hrinan fór 23-25, önnur fór 25-22, þriðja fór 27-25 og síðasta fór 25-23. Þetta var stórkostlegur leikur og stundum náðum við að bjarga ótrúlegustu klúðrum á ótrúlegan hátt og fá stigið.
Næsti leikurinn okkar er svo á mánudaginn á móti EWG, ef við vinnum þann leik þá erum við komin í "semi-finals".
Pilgrim Pride Friday
Stefani, Tiffany, Ariana, Lauren & ég

Sara, ég, Stefani & Dan
Tiffany & ég
Stefani, Jake, Tiffany, Ariana, Matt, Lauren & ég
The Gnomies

AFS krakkarnir

Fyrir hrekkjarvökupartýið

Homecoming leikurinn