Þá er skólinn loksins byrjaður. Hann byrjað 6. sept á þriðjudegi. Mér líst mjög vel á skólann, stundatöfluna og bara allt. Skólinn byrjar klukkan 7:24 og er búin 13:51, svo er alltaf umsjón klukkan 10 til 10:24. Allar tímasetningar eru mjög skrítnar. Hérna er líka engin dagur eins. Tímunum er raðað á sjö mismunandi hátt, svo engin vika er eins. Það þýðir líka að ég mun þurfa fara í leikfimi mjög oft á hverjum degi en ótrúlegt en satt þá hlakkar mig smá til að fara í leikfimi því að hér fær maður að velja hvað maður gerir, ég valdi bogfimi og tennis. Kennararnir eru allir mjög góðir en ensku og sálfræði kennararnir eru með þeim fyndnustu. Allir eru búnir að vera mjög vinalegir og hjálplegir. Ég er ekki búin að villast í skólanum sem er mjög auðvelt að gera. Það er búið að vera mjög gaman í skólanum og mig hálf hlakkar til á hverjum degi að fara. Ég er búin að kynnast nokkrum utan blakliðsins og einnig er ég búin að kynnast fleirum í blakliðinu.
Blak æfingarnar eru hverjum degi eftir skóla en þær falla niður þegar við erum að keppa. Yfirleitt eru tveir leikir í viku, einn leikur heima og annar leikur í öðrum skóla. Þegar það eru heima leikir þá þurfum við að vera í keppnistreyjunni í skólanum og megum ekki vera í gallabuxum og strigaskóm, þegar það eru úti leikir þá þurfum við að klæða okkur upp fyrir skólann. Við erum búin að keppa einn heima leik á móti skóla sem heitir Hope, við unnum þann leik 3 - 0. Í næstu viku munum við keppa tvo leiki, einn heima og einn úti.
Svo vonandi verður "homecoming" bráðlega. Ég mun skrifa svo aftur þegar eitthvað skemmtilegt gerist :)
Sunday, September 11, 2011
Monday, September 5, 2011
Fyrsti mánuðurinn
Jæja, þá er næstum því komin mánuður. Það er búið að vera virkilega gaman og mikið er búið að gerast síðan ég skrifaði síðast svo ég ætla bara að segja frá svona aðal atriðum því annars yrði þetta nú of langt.
17. ágúst fór ég með Shannon, vinkonum hennar Amanda og Kayla og tvem kennurum úr skólanum til Boston. Við eyddum öllum deginum þar og löbbuðum "the freedom trail" sem er leið um Boston á alla sögulegu staðina.
Á afmælisdaginn hans pabba komu nokkrir vinir Shannons til okkar um kvöldið og við kveiktum eld út í garði, það voru grillaðir sykurpúðar og búið til "smores" sem er alveg hrikalega gott!
21. ágúst fór ég til Conneticut þar sem foreldrar Wendyar búa. Þar hitti ég flesta ættingja hennar sem búa hér nálægt. Við fórum öll saman í leikhús á leikrit sem heitir "The Producers" það var virkilega fyndið leikrit. Eftir leikritið fórum við öll aftur heim til foreldra hennar og borðuðum kvöldmat saman.
"Tryouts" fyrir blakið byrjaði svo á mánudags morgninum og var út vikuna, á fimmtudeginum fengum við svo að vita hver var í liðinu. Ég komst í "varsity" liðið, sem er fyrir "seniors" og "juniors". Fékk treyju með sama númeri og ég er með heima sem er 12 :) Í þessari sömu viku kom jarðskjálfti, sem ég reyndar fann ekki fyrir og viðvaranir við fellibylnum "Irene". "Irene" kom svo á sunnudeginum, við misstum rafmagn í nokkra tíma og nokkrar trjágreinar brotnuðu en annars urðu engar skemmdir hjá okkur. Þó ég held að 30% af fylkinu var rafmagnslaust í frekar langan tíma.
1. september keppti ég tvo leiki á móti tvem skólum í Rhode Island fyrir "injury fund" sem er til að hjálpa okkur við að borga sjúkrareikninginn ef við skyldum slasast á meðan við erum að spila blak, við unnum báða leikina svo blaktímbilið byrjaði mjög vel hjá okkur. :D Skólinn átti að byrja í dag en honum var seinkað vegna fellibylsins. Daginn eftir fór ég á fyrsta ameríska fótboltaleikinn minn, eftir hann fórum við til Matts og kveiktum eld og grilluðum sykurpúða.
3. september hitti ég trúnaðarmanninn minn sem er kennari í Pilgrim, svo um kvöldið fór ég með Shannon á minningarathöfn í skólanum fyrir tvær stelpur sem dóu í bílslysi 31. ágúst, það var ótrúlegt að sjá hvað margir komu til að heiðra minningu þeirra. Daginn eftir fór ég á "state fair" í Conneticut með fjölskyldu Wendyar, við eyddum öllum deginum þar og borðuðum svo kvöldmat með fjölskyldu hennar.
Á morgun byrjar svo skólinn og ég er orðin frekar spennt að byrja í honum og hafa eitthvað að gera á daginn :) Ég mun svo skrifa fljótlega aftur um fyrstu dagana í skólanum, endilega commentið svo ég viti að eitthver er að nenna að lesa þetta :)
17. ágúst fór ég með Shannon, vinkonum hennar Amanda og Kayla og tvem kennurum úr skólanum til Boston. Við eyddum öllum deginum þar og löbbuðum "the freedom trail" sem er leið um Boston á alla sögulegu staðina.
Á afmælisdaginn hans pabba komu nokkrir vinir Shannons til okkar um kvöldið og við kveiktum eld út í garði, það voru grillaðir sykurpúðar og búið til "smores" sem er alveg hrikalega gott!
21. ágúst fór ég til Conneticut þar sem foreldrar Wendyar búa. Þar hitti ég flesta ættingja hennar sem búa hér nálægt. Við fórum öll saman í leikhús á leikrit sem heitir "The Producers" það var virkilega fyndið leikrit. Eftir leikritið fórum við öll aftur heim til foreldra hennar og borðuðum kvöldmat saman.
"Tryouts" fyrir blakið byrjaði svo á mánudags morgninum og var út vikuna, á fimmtudeginum fengum við svo að vita hver var í liðinu. Ég komst í "varsity" liðið, sem er fyrir "seniors" og "juniors". Fékk treyju með sama númeri og ég er með heima sem er 12 :) Í þessari sömu viku kom jarðskjálfti, sem ég reyndar fann ekki fyrir og viðvaranir við fellibylnum "Irene". "Irene" kom svo á sunnudeginum, við misstum rafmagn í nokkra tíma og nokkrar trjágreinar brotnuðu en annars urðu engar skemmdir hjá okkur. Þó ég held að 30% af fylkinu var rafmagnslaust í frekar langan tíma.
1. september keppti ég tvo leiki á móti tvem skólum í Rhode Island fyrir "injury fund" sem er til að hjálpa okkur við að borga sjúkrareikninginn ef við skyldum slasast á meðan við erum að spila blak, við unnum báða leikina svo blaktímbilið byrjaði mjög vel hjá okkur. :D Skólinn átti að byrja í dag en honum var seinkað vegna fellibylsins. Daginn eftir fór ég á fyrsta ameríska fótboltaleikinn minn, eftir hann fórum við til Matts og kveiktum eld og grilluðum sykurpúða.
3. september hitti ég trúnaðarmanninn minn sem er kennari í Pilgrim, svo um kvöldið fór ég með Shannon á minningarathöfn í skólanum fyrir tvær stelpur sem dóu í bílslysi 31. ágúst, það var ótrúlegt að sjá hvað margir komu til að heiðra minningu þeirra. Daginn eftir fór ég á "state fair" í Conneticut með fjölskyldu Wendyar, við eyddum öllum deginum þar og borðuðum svo kvöldmat með fjölskyldu hennar.
Á morgun byrjar svo skólinn og ég er orðin frekar spennt að byrja í honum og hafa eitthvað að gera á daginn :) Ég mun svo skrifa fljótlega aftur um fyrstu dagana í skólanum, endilega commentið svo ég viti að eitthver er að nenna að lesa þetta :)
Subscribe to:
Comments (Atom)