Monday, August 15, 2011

Fyrstu dagarnir

Við áttum flug klukkan hálf 11 um morguninn þann 11. ágúst og vorum lent klukkan hálf 1 í New York á þeirra tíma. Nokkrir AFS sjálfboðaliðar tóku á móti okkur á vellinum og við fórum á flughótel rétt hjá oh hittum þar fullt af fleiri krökkum frá öllum löndum. Klukkan 5 fór ég og Urður í rútu til Pine Manor College í Boston með nokkrum öðrum krökkum sem munu búa nálægt eða í Massachusetts. Við vorum komin þangað um 11 leitið. Við fengum herbergi þar og ég fékk herbergisfélaga frá Thailandi sem hét Momo. Daginn eftir var komunámskeið. Síðan komu fjölskyldurnar að sækja okkur klukkan 3. Við tók klukkutíma keyrsla til Warwick í Rhode Island. 
Næstu dagar eru búnir að vera frekar rólegir. Ég er búin að fara á Dunkin Donuts og í Walmart. Á laugardaginn fór ég með Wendy og Shannon í partý hjá vinnufélögum Wendyar. Eftir það fór ég með Shannon og vinum hennar Matt og Amanda að sjá cabaret (sem er svona söngdæmi) þar sem foreldrar Jakes ásamt fleirum voru að sýna, eftir sýninguna fórum við á Gregg's sem er veitingastaður. Í gær hitti ég foreldra Wendyar og systur mömmu hennar. Í dag mun ég hitta systur Wendyar og fjölskyldu hennar. 
Það koma bráðum myndir og svo mun ég skrifa aftur þegar eitthvað skemmtilegt gerist.